Færsluflokkur: Mannréttindi
Þriðjudagur, 30. júní 2009
Gefins Hvolpar/Allir nú þegar lofaðir/Þakka sýndan áhuga
Litli gullmolinn minn sem ég tími ekki að láta en verð. Hann er yndislegur hnoðri og í fyrsta skipti sem hann kom í hesthúsið var eins og hann hefði aldrei verið annars staðar, hann var alveg óhræddur við hestana.
Vonandi finn ég góða fjölskyldu fyrir hann.
Hér er Gríma litla með mömmu sinni, hún er fyrstfædd með mikla ábyrgðartilfinningu, fór strax í uppeldisstörfin með foreldrum sínum. Yndislega falleg og þvílík augu.
Hún er algjör dama.
Svo er það litla krúttið mitt, Tinna lítil stríðin, uppátækjasöm og ótrúlega fyndin.
Engill minn sem kemur manni til að hlæja út í eitt.
Mannréttindi | Breytt 9.7.2009 kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
OG litlu krílin dafna...
Hreint ótrúlegt hvað þeir stækka, það er merkjanlegur dagamunur enda Birta þvílíkt dugleg mamma.
Þeir eru rétt 3 vikna og hafa tvöfaldað þyngdina, sumir gott betur.
Það verður erfitt að láta þá frá sér, sem verður ekki gert nema að þeir fái eðalfjölskyldur.
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Fjölgun á bænum
Stolt móðir
Fyrsta fæðingin hennar Birtu, hvorki meira né minna en sex hvolpar, þrír strákar og þrjár stelpur.
Það er sko nóg að gera, hún er ótrúlega dugleg og þeir auðvita þeir fallegustu sem sést hafa.
'Abyrgur fyrir ástandinu er einnig Strákur, hinn stolti faðir sem heldur sér til hlés, enn sem komið er.
Föstudagur, 20. mars 2009
Okkar dýrmætasta auðlind
Það dýrmætasta sem að við eigum er fjölskyldan.
Ég er elst af sjö systkinum, við erum þrjár systurnar og fjórir bræður. það var yndislegt að alast upp í svona stórum systkinahóp og hjá ástríkum foreldrum. Við bjuggum við ómetanlegt öryggi þar sem móðir mín var heimavinnandi húsmóðir.
Systkinabörnin eru orðin 15 og þeirra börn orðin 5 talsins.
Myndin er tekin í Oxford þegar Jóel og Ólivia, börn yngstu systur minnar Erlu voru að kveðja mig, en ég hafði verið hjá þeim í stuttri heimsókn.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Stjórnarskrá 'Islands
Vonandi hafa 'Islendingar þá visku til að bera og verða þeirrar gæfu aðnjótandi að hér komist á stjórnlagaþing.
Það er orðið löngu tímabært að hefja uppbyggingu á réttlátara og heilbrigðara samfélagi, í stað þess RáðHerraRíkis sem hér hefur fengið að grassera.
Að farið sé betur með auðæfi þessa lands, þá sér í lagi mannauðinn!
Mannréttindi | Breytt 26.2.2009 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Nýtt lýðveldi OG Lýðveldisbyltingin
Takið endilega þátt og skrifið undir áskorun hjá; www.nyttlydveldi.is
Og skráið ykkur inn á Wiki-síðuna www.lydveldisbyltingin.is
Góðar stundir/SR
( Ástþór Magnússon, stendur fyrir Lýðræðishreyfinguna; www lydveldi.is )
Mannréttindi | Breytt 6.12.2009 kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 26.2.2011 Fundin! Olivía er komin heim!
- 10.1.2011 Hvolpar
- 30.6.2009 Gefins Hvolpar/Allir nú þegar lofaðir/Þakka sýndan áhuga
- 29.4.2009 OG litlu krílin dafna...
- 9.4.2009 Fjölgun á bænum
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar